fimmtudagur, nóvember 02, 2006

Allt að gerast

Hér í Köben er allt að gerast þessa dagana.

November kom sterkur inn með kreisí veðri, snjór og læti. Það er líka nokkuð spes að glápa á veðurfréttir þar sem þær eru úti s.s. fréttamennirnir þurfa að klæða sig eftir veðri og svona.

Í kvöld er svo MTV-hátíðin og það er búið að setja upp huge svið á Ráðhústorgið. Maður verður nú að kíkja á það og skoða hvernig þetta fer allt saman fram ég er mest forvitinn að fá að vita hvað er í gangi þegar það eru auglýsingar í sjónvarpinu, hvað þeir eiginlega gera fyrir okkur hin á meðan þið sitjið heima og glápið á auglýsingar.

Síðan er aðalmálið á morgun þá kemur jólabjórinn út og þá ætla ég sko að mæta og fá mér að smakka juleøl. Þetta er náttla mikið stærra en einhver MTV-hátíð. (allavega finnst mér það)

Síðan á morgun þá er ég líka að fá 2 vikna forritunarverkefni sem gildir 50% af öllu dæminu. Þannig að það er eins gott að standa sig í því. Þetta er verkefni sem þú færð ekki einkun fyrir heldur færðu það bara samþykkt, þannig að ef þú færð það samþykkt þá ertu kominn með 50% í vasan fyrir prófið í janúar.

Ég er líka búinn að kaupa flugmiða heim um jólin. Ég mæti á svæðið 21 des. og fer aftur út 4 jan. Þannig að ég næ að setja upp VKB merkið í Helgafell með vkb mönnum. Þetta var á frekar gráu svæði hvort ég gæti verið áramótin heima en þar sem ég fer í fyrsta verkefnið 5 jan. þá get ég verið heima lengur og tekið áramótin með stæl (stefni á samt að lenda ekki inná spítala eins og síðast)

4 Comments:

Hjalti said...

það skiptir engu máli hvað þú reynir þú ferð allaveganna einusinni uppá spítala.... mín spá fyrir þetta árið að þú kveikir í hárinu á þér á meðan þú ert að reyna að kveikja í þessu merki!!!!

2/11/06 16:00  
Gringo said...

Minn peningur færi allavega á spítalaferð hjá þér en vonandi hef ég rangt fyrir mér.. hehe

2/11/06 17:39  
Grettir said...

"ungur maður endaði á spítala eftir að hafa fengið hljóðnema í augað"
"ungur maður endaði á spítala eftir að hafa fengið flugeld í augað þrátt fyrir að hafa verið með öryggisgleraugu"
"ungur maður endaði á spítala eftir að sett á sig gölluð 2007 gleraugu og hluti af sjö-unni stakst inní augað á honum"

Ég s.s. tippa á að það verði eitthvað dæmi sem ég fæ í augað um áramótin

2/11/06 18:26  
Siggi Björn said...

Farðu bara varlega í verkjatöflurnar..

3/11/06 15:39  

Post a Comment

<< Home