föstudagur, nóvember 03, 2006

MTV - Drasl

Kvöldið
Skellti mér í townið í gær með Kolbrúnu og Anítu. Nema hvað kvöldið byrjaði á því að við fórum á frumsýningu á nýrri ísl. kvikmynd sem ber nafnið Blóðbönd.

Hvað get ég sagt um þessa mynd annað en hún er stelpumynd, grútleiðinleg um samband konu og karls sem fjallar um að kallinn á erfitt með að tjá sig og eitthvað helvítis rugl s.s. reyndu að halda þig langt frá þessari mynd ef þú getur. Ég skemmti mér mikið betur við að horfa upp í loftið og lesa á miðan á bjórnum mínum á meðan þetta ógeðis var í gangi.

Eftir þetta waste of money þá fórum við niðrí bæ til að skoða þetta mtv dæmi, það var nú annað vonleysið, nema hvað það var búið að girða allt af þarna af og virkilega erfitt að sjá inná svæðið. Þá var þetta þannig að til að komast inná svæðið þá þurftiru að vera búinn að fara í svona "áheyrnarprufu" til að ath. hvort þú gætir fagnað nógu hátt og látið eins og asni sama hvaða sori þeir myndu bjóða uppá og já helst líka að vera 14 stúlka.Síðan þegar þú varst búinn að ganga í gegnum þetta allt þá kostaði miðinn inná svæðið 1000 kr/dk sem er í kringum 12 þús kall ísl.

Jæja við mætum þarna og þetta byrjaði reyndar nokkuð vel, Keane sem var bara nokkuð flott, gott lag og bara vel gert hjá þeim. Nema hvað að eftir Keane þá fékk ég að sjá hvað er í gangi þegar það eru auglýsingar í sjónvarpinu og satt best að segja þá væri ég mikið meira til í að sjá bara auglýsingarnar þarna var einhver spaði að hrauna eitthvað að dönsku yfir lýðinn og peppa liðið upp fyrir næsta atriði. Fólk öskraði þarna eins og það fengi borgað fyrir það alveg sama hvað þessi blessaði gaur sagði eða gerði.

Síðan þegar auglýsingarnar voru búnar þá kemur á svið einhver rapp viðbjóður sem ég veit ekki einusinni hvað heitir og fólk hélt áfram að öskra úr sér lungun þótt að þetta hafi verið svo mikið hörmung það er eins og það hafi ekki skipt neinu máli hvað var í gangi fólk keypti það eins og ég veit ekki hvað.

En í kvöld er ég að fara að smakka Tuborg jólaölið sem er mikið betra en eitthvað MTV – 1000 kr – fake hátíð.

Bless

2 Comments:

Siggi Björn said...

Aldeilis að menn eru jákvæðir..Þetta hefur greinilega verið fínn dagur hjá þér..!!

4/11/06 21:12  
Grettir said...

Já hann var ljómandi ;)

6/11/06 14:06  

Post a Comment

<< Home