laugardagur, nóvember 04, 2006

Julebryg

Eruði ekki að grínast hvað það er mikil snilld að vera í towninu í köben á bjórhátíð eins og í gær. Í gærkvöldi kom út Tuborg jólabjórinn (sem er snilld btw), ég og Stulli skelltum okkur á stað sem ber nafnið Rosie Magie. Klukkan 20:59 var opnaður fyrsti bjórinn og barþjónarnir fengu fyrsta sopan síðan eftir það komu fram stúlkur í svona julebryg búningum með bakka fulla af bjór sem þær svo gáfu gestum s.s. frír bjór það gerist ekki betra en að fá gefins bjór frá fellegu kvennfólki ;)

Eftir smá jólatónlist og bjórdrykkju hélt svo kvöldið áfram með Kim Larsen kvöldi á sama stað, þar var samankomið cover band með söngvara sem þykir mjög líkur Kim sjálfum í söng og mér leið bara eins og í brekkusöng á þjóðhátíð, fólk söng með öllum lögum og bandið stoppaði oft í miðju lagi og allur staðurinn hélt laginu uppi næstu sek.

Eftir þetta röllti ég strikið og tékkaði á stemmaranum á Dubliners og þar tók ekki minni stemning við heldur en á hinum staðnum, þar var band að spila og það var bara eins og Paparnir á sterum. Gaur gersamlega að missa sig á fiðlunni og fólk dansandi uppá borðum. Barinn var búinn að skipta út gler-bjórglösonum í plastglös því það bara gekk ekki að hafa glerglös á borðum þar sem fólk dansar á.

Þetta var besta djamm sem ég hef farið á hér í köben og mæli ég sko með að ná kvöldinu á næsta ári þegar Tuborg kemur með jólabruggið.

Gott í bili bless

1 Comments:

Gringo said...

Þarna var Grettir á heimavelli... ekki á einhverju MTV sprelli :)

7/11/06 13:00  

Post a Comment

<< Home