sunnudagur, janúar 14, 2007

Góður dagur

Fór í próf 11 jan síðastliðinn og svei mér þá hvað sá dagur var svakalegur.

Það stefnir í langa færstu þannig að ef þú nennir ekki að lesa hættu núna.

Þetta er 11 janúar eins og ég upplifði hann.

Vaknaði kl 06:00....fór út kl 07:00....Hitti félaga minn úr skólanum sem á heima rétt hjá mér og við ætluðum samferða í þetta próf.

Við komum út úr metro í Fredriksberg og byrjum að leita af þessum íþróttasal sem prófið átti að vera í (já nei prófið gat ekki verið í einum af 5 huge byggingum sem skólinn á) við tekur 30 min ganga og ekkert gengur að finna þetta drasl þannig að við tökum leigubíl á staðinn. (ég var bara með klink á mér sem ég ætlaði að nota í strætó sem ég þurfti að nota til að borga minn hluta í leigubílnum).

Ég fæ prófið í hendurnar kl 09:00....ég bara byrja á fullu að lesa yfir fyrstu spurninguna....strika undir orðin sem ég skil ekki....hendi mér svo í það að þýða þau orð með fínu dönsk – ísl orðabókinni minni....þegar ég er búinn að þýða og farinn að botna spurninguna þá er næstum klukkutími búinn af prófinu (sem er 4 tímar)...þegar ég átta mig á þessu dettur af stað svona nett panic stig og ég verð þvílíkt pirraður út í allt og alla í kringum mig.

Akkurat þegar ég er á sem mest panic stigi þá sest fyrir aftan mig svona yfirsetuprófgaur (sem eins og á íslandi er eldriborgari sem lyktar eins og gamallt teppi og vindill) ég sat á næstaftasta borði þannig að hann fékk sér sæti á aftasta bekk...sem er kannski gott og blessað nema hvað að hann var með kexpakka með sér og kaffibolla....og í hvert skipti sem kallgreiið fékk sér kax þá var hreynlega eins og SKRIÐDREKI væri að fara framhjá og þegar hann fékk sér svo sopa af kaffinu þá þurfti að koma svona svviiiippp hljóð (munið þarna er ég svakalega pirraður í þessu fína panic mode sem ég var að reyna að losa mig við).

Ég næ ekki að gera góða hluti í þessu prófi en nýti mér hverja einustu mín af þessum 4 tímum....ég kem út og þá eru náttla allir farnir sem ég þekki....og ég veit ekkert hvar ég er...”þetta er ekkert mál ég labba bara af stað og finn strætóstaur eða skýli og tek bara strætó þangað til ég er farinn að kannast við mig” hugsa ég með mér og ég labba af stað til að leita þetta uppi....þegar ég loksins (eftir 20 – 30 min labb) finn svo strætó þá náttla er ég ekki með fokking pening þar sem hann fór í leigubílinn um morguninn... ég fer og leita í öllum vösum og fann debetkortið mitt og ákveð að reyna að finna hraðbanka en eftir 30 min labb og ekki einn helvítis hraðbanki þá ákveð ég að taka leigubíl.(ég ætti kannski að minnast á að það var ógeðis veður á meðan á öllu þessu stóð rigning og mikill vindur og ég orðin þarna rennandi blautur og pirraður)..jæja ég var náttla bara með ísl debetkortið sem er ekki hægt að nota í öllum leigubílum en ég hugsaði að ég myndi bara skjótast inn og borga með kreddaranum þegar ég væri kominn heim....en neiii það keyrði ekki einn leigubíll framhjá þar sem ég var að labba (aaaaaaaaaaaa rauður í framan, blautur, pirraður) ok ekkert mál ég hringi á leigubíl og læt hann sækja mig....ég tek upp síman sem ég þurfti að slökkva á meðan á prófinu stóð. Ég kveiki á símanum og það kemur bara --- insert sim card --- HA hvað í andskotanum ég tek síman sundur og tek kortið úr og set það í og kveiki
--- insert sim card --- kemur aftur HVAÐ ER HELVÍTIS MÁLIÐ, ég tek hann í sundur í 3 skiptið og blæs í hann og reyni ýmislegt og set hann saman --- insert sim card --- AAAAAAAAAA (síminn s.s. off).

Þarna er kominn vel rúmlega 1 klukkutími síðan prófið kláraðist og ég ekki komist lönd né strönd. Ég labba uppað einum gaur þarna og bað hann um að benda mér í áttina að metro stöðinni (ég ætlaði að taka sénsinn á að enginn væri að skoða miða í lestinni sem ég myndi fara í) Hann bendir mér í áttina og við tekur 20 – 30 min labb og enþá er kolgeggjað veður.

Ég kemst í metro og það var enginn að skoða miða (ótrúlegt en satt) og ég kemst á Lergravsparken og labba þaðan út á Volosvej þar sem ég bý.

rúmum 2 tímum eftir að prófinu lauk þá kemst ég heim til mín rennandi blautur, veðurbarinn, svo pirraður að ég var að springa.

Ég ákvað að fara að sofa þar sem þessi dagur ætti ekki eftir að reddast og vaknaði í kringum 6 eða 7 og fór í nautasteik til Sæla frænda sem má segja að hafi reddað deginum.

Góður dagur??

kv. Grettir

9 Comments:

Engill said...

HAHAHAHAHAHAHAHHAHAHAHAHAHAHAHAHHAHAHAHAHAHAHHHAHAHAHAHHHAA! ROFL!!!!!!

þetta gerist náttúrulega bara fyrir þig Grettir minn!!!! LOL!!! ;)

14/1/07 19:38  
Andri Hugo said...

Þetta kalla ég sko Grettissögu! Þetta gæti bara komið fyrir þig... og kannski Jón Helga! ;)

14/1/07 19:41  
þórir said...

´Stórkostleg saga. Bara þú Grettir. Bara þú.

14/1/07 20:54  
Trausti said...

Kall greyið hvað er að heyra þetta, ráð taka með eyrnatappa í próf alltaf, eða heyrnatól. Af hverju vissi ég ekki af þessari síðu fyrr halló?

14/1/07 20:56  
Helgi said...

Þú ert, eins og skáldið sagði, einn af kind.

14/1/07 21:21  
Gunnar said...

hey grettir FEAG :) hehe shit snilldarsaga af frægðarförum þínum í Köben

15/1/07 13:01  
Gringo said...

Ole ole ole ooooole !!

Ég vissi að það væri ein svona í loftinu :) Þarna þekki ég þig Grettir minn !

15/1/07 14:09  
Lilja Björg said...

æi ömurlegt Grettir að lenda í þessu:) En af því að þetta ert þú og þínir hrakfallar þá bara var ekki hægt annað en að hlægja að þessu:) Það eru ekki allir sem hefðu tekið þessu svona vel hihihihi:)

18/1/07 14:35  
Siggi Björn said...

Eitt sem að ég sé að þessari færslu þú talar um að "borga með kreddaranum "

Svona talar ekki viti-borið fólk..

Og hafðu það...!!!

24/1/07 20:15  

Sendu inn athugasemd

<< Home