miðvikudagur, janúar 24, 2007

Snjór og hvítlaukur

Góðan og blessaðan

Það er kominn snjór hingað til Köben og um mest alla Danmörku.

Með þessum líka fína snjó fylgir kuldi sem ég bara verð að segja að er soldið meiri en ég bjóst við. Mælarnir sýna reyndar ekkert svo mikið frost en ég get svo svarið það að það er mikið kaldara en heima (wierd i know), þetta gæti stafað af rakastiginu í loftinu held ég.

Annað sem ég hef tekið eftir síðustu 2 vikur er að þegar ég fer í strætó, metro, skólan, út í búð þá finnst mér allir lykta eins og hvítlaukur. Þetta er svakalega furðulegt það er eins og það sé svona hvítlauksmaraþon í gangi og allir eiga að borða eins mikið af hvítlauk og hægt er og lykta eftir því.

Hvað finnst ykkur þessi 3 sem búið í DK sem lesið þessa síðu?
Hafið þið fundið fyrir þessu eða er þetta bara ég smám saman að vera geðveikur?

2 Comments:

Stulli said...

Nei veistu ég hef ekki tekið eftir þessu þannig að ég verð eiginlega að velja hinn möguleikann

26/1/07 14:05  
Einsi said...

Ef ég finn einhvern tímann hvítlaukslykt (sem er nokkuð oft) þá eru 99,9% líkur á að hún sé af sjálfum mér !!!

8/2/07 20:44  

Sendu inn athugasemd

<< Home