fimmtudagur, nóvember 30, 2006

A Perfect Circle

Langar að henda inn hér 2 lögum með A perfect circle.

Ég er búinn að vera að hlusta mikið á þá upp á síðkastið og bara get ekki hætt að hlusta á lögin þeirra.

Þessi 2 eru búin að vera í miklu uppáhaldi hjá mér og líður ekki dagur án þess að ég hlusti á þau.

Passive


Blue


Mæli með A Perfect Circle

þriðjudagur, nóvember 28, 2006

CBS rokkar neiiiiii

Jæja best að reyna að henda færslu inn....

Skólinn minn ákvað að vera æðislegur og færa hópaverkefni sem átti að byrja 5 jan á 2 jan í staðinn.

Þetta er náttla bara geggjað þar sem ég var búinn að kaupa flugmiða frá Keflavík 4 jan og þurfti því að breyta miðanum mínum sem kostaði 5 þús kall.

Síðan vill svo skemmtilega til að herjólfur gengur ekki 1 jan þannig að ég get ekki verið áramótin í eyjum.

Þetta er ekkert mál hugsaði ég "þá verð ég bara í reykjavík og tjútta þar með Bigga og co"

neiii viti menn það er ekki hægt heldur þar sem eina flugið sem ég gat fengið var kl 08:00 um morguninn 1 jan. (ekki séns að ég mæti kl 08:00 í flug 1 jan)

þannig að ég verð áramótin í köben og fer því til Reykjavíkur 30 des. og flýg svo út til Köben 31 des.

Ég er nú búinn að pæla í þessu og svekkja mig á þessu en hef áttað mig meira og meira á því að það koma náttla bara áramót eftir þessi, ég er líka með frábæra fjölskyldu hérna úti sem ég get verið hjá og fengið mér í glas með Sæli og co.

Það eina sem fer soldið í taugarnar á mér er að ég ætlaði svo aldelis að toppa síðustu áramót þar sem þau fóru ekki nógu vel en ég geri það þá bara áramótinn 2007 - 2008.

Hey Einar ertu ekki að mæta til köben í des.... það er nóg pláss hjá mér og Kolbrúnu ;)

Hjalti og Biggi við förum sko á KFC þegar ég kem og fáum okkur feitan Tower Zinger BBQ borgara og öl.

bless

þriðjudagur, nóvember 21, 2006

Ég væri laglega til í

Malt
Skýlis hamborgara
Draum
Fiskibollurnar hennar ömmu
Appelsín
Pizzu frá eldsmiðjunni
Hlöllabát (pepperóní)
KFC bbq tower zinger borgara (ekki hægt að fá bbq borgara í dk)
Nings (hrísgrjónarétt nr. 47 með svona sterkri sósu)
SS pulsur
Vatn sem er hægt að drekka úr krana (ekki vatn sem bragðast eins og mold)


Vá hvað ég hlakka til að komast heim um jólin.

þriðjudagur, nóvember 14, 2006

Cover vikunar

Nú startast nýr liður hér á síðunni sem ber nafnið cover vikunar og í þar mun ég koma með nokkur lög með hljómsveit og leita uppi cover með þeim lögum.

Fyrsta hljómsveitin sem ég mun taka fyrir er Radiohead og lögin sem ég ætla að finna cover við eru:
Just
High and dry
Karma police
Paranoid android

Just

Radiohead (orginal)


Mark Ronson (Mjög töff funk útgáfa)


High and dry

Radiohead (orginal)


Jamie Cullum (Geggjað töff (jazz))


Pete Kuzma Feat Bilal (Mjög töff útgáfa (jazz))


Jacksoul (hæg útgáfa fínasta lag)


Karma Police

Radiohead (orginal)


Easy Star Allstars (þetta er cool svona reggí fílingur í þessu)


Brown Derbies (þetta er ógeðslega töff líka)


Paranoid android

Radiohead (orginal)


Brad Mehldau (þetta er næs bara píanó)

föstudagur, nóvember 10, 2006

Hvað er....

....besta grínatriðið

Er það þetta atriði?Eða er það jafnvel þetta?Þetta hér kemst líka nokkuð langt.hvað með mogoJacket??
Hvað er ykkar uppáhalds grínatriði?

fimmtudagur, nóvember 09, 2006

smá wondering

Ég var að spá í einu.

Það virðist vera ódýrara (meiraðsegja stundum mikið ódýrara) að kaupa flug

frá Kaupmannahöfn til Reykjavíkur
í staðin fyrir
frá Reykjavík til Kaupmannahafnar

Ég er búinn að skoða þetta soldið og það kostar mig 22 þús kall að koma heim um jólin, fram og til baka. 21 des. - 4 jan.

Sömu dagsetningar og örugglega sömu flugvélar nema frá Reykjavík til Köben kostar 27 þús kall.
Þetta kemur sér svosem ágætlega fyrir mig en þetta finnst mér samt vera ósanngjarnt.

Hvað finnst ykkur?

miðvikudagur, nóvember 08, 2006

Homer

Stealing? How could you?! Haven't you learned anything from that guy who gives those sermons at church? Captain what's-his-name?

Good things don't end in "eum", they end in "mania" or "teria"

Lisa, Vampires are make believe, like Elves, Gremlins and Eskimos.

Marge, quick, how many kids do we have have? No time, I'll just estimate. 9!

Oh Lisa! You and your stories! Bart is a vampire! Beer kills brain cells! Now lets go back to that ... building ... thingy... where our beds and TV... is.

Kids, you tried your best and you failed miserably. The lesson is, never try

Don't worry. Being eaten by a crocodile is just like going to sleep... in a blender.

Just because I don't care doesn't mean I don't understand.

When a fire starts to burn, there's a lesson you must learn. Something, something, then you'll see, you'll avoid catastrophe ... DOH!

Marge! Look at all this great stuff I found at the Marina. It was just sitting in some guy's boat!

Marge, what's wrong? Are you hungry? Sleepy? Gassy? Gassy? Is it gas? It's gas, isn't it?

I saw this in a movie about a bus that had to speed around a city, keeping its speed over 50, and if its speed changed, it would explode! I think it was called, 'The Bus That Couldn't Slow Down.'

Oh my god, this man's my exact double! And that dog has a puffy tail. Hee hee hee. Here puff! Here puff!

mánudagur, nóvember 06, 2006

GargandiÞetta er must see....
Þetta er s.s. maður frá Þýskalandi að reyna að spila og syngja Blackbird ekki nóg með það að lagið er allt of hratt spilað þá er bara geggjað að hlusta á manninn syngja. (bíðið eftir millipartinum í laginu ég táraðist úr hlátri þegar hann söng þann hluta)

Hérna er svo sama lag.
Ég hló einnig mjög mikið af þessum félögum.Hallærislegt eða Töff??? (spurning dagsins)

laugardagur, nóvember 04, 2006

Julebryg

Eruði ekki að grínast hvað það er mikil snilld að vera í towninu í köben á bjórhátíð eins og í gær. Í gærkvöldi kom út Tuborg jólabjórinn (sem er snilld btw), ég og Stulli skelltum okkur á stað sem ber nafnið Rosie Magie. Klukkan 20:59 var opnaður fyrsti bjórinn og barþjónarnir fengu fyrsta sopan síðan eftir það komu fram stúlkur í svona julebryg búningum með bakka fulla af bjór sem þær svo gáfu gestum s.s. frír bjór það gerist ekki betra en að fá gefins bjór frá fellegu kvennfólki ;)

Eftir smá jólatónlist og bjórdrykkju hélt svo kvöldið áfram með Kim Larsen kvöldi á sama stað, þar var samankomið cover band með söngvara sem þykir mjög líkur Kim sjálfum í söng og mér leið bara eins og í brekkusöng á þjóðhátíð, fólk söng með öllum lögum og bandið stoppaði oft í miðju lagi og allur staðurinn hélt laginu uppi næstu sek.

Eftir þetta röllti ég strikið og tékkaði á stemmaranum á Dubliners og þar tók ekki minni stemning við heldur en á hinum staðnum, þar var band að spila og það var bara eins og Paparnir á sterum. Gaur gersamlega að missa sig á fiðlunni og fólk dansandi uppá borðum. Barinn var búinn að skipta út gler-bjórglösonum í plastglös því það bara gekk ekki að hafa glerglös á borðum þar sem fólk dansar á.

Þetta var besta djamm sem ég hef farið á hér í köben og mæli ég sko með að ná kvöldinu á næsta ári þegar Tuborg kemur með jólabruggið.

Gott í bili bless

föstudagur, nóvember 03, 2006

MTV - Drasl

Kvöldið
Skellti mér í townið í gær með Kolbrúnu og Anítu. Nema hvað kvöldið byrjaði á því að við fórum á frumsýningu á nýrri ísl. kvikmynd sem ber nafnið Blóðbönd.

Hvað get ég sagt um þessa mynd annað en hún er stelpumynd, grútleiðinleg um samband konu og karls sem fjallar um að kallinn á erfitt með að tjá sig og eitthvað helvítis rugl s.s. reyndu að halda þig langt frá þessari mynd ef þú getur. Ég skemmti mér mikið betur við að horfa upp í loftið og lesa á miðan á bjórnum mínum á meðan þetta ógeðis var í gangi.

Eftir þetta waste of money þá fórum við niðrí bæ til að skoða þetta mtv dæmi, það var nú annað vonleysið, nema hvað það var búið að girða allt af þarna af og virkilega erfitt að sjá inná svæðið. Þá var þetta þannig að til að komast inná svæðið þá þurftiru að vera búinn að fara í svona "áheyrnarprufu" til að ath. hvort þú gætir fagnað nógu hátt og látið eins og asni sama hvaða sori þeir myndu bjóða uppá og já helst líka að vera 14 stúlka.Síðan þegar þú varst búinn að ganga í gegnum þetta allt þá kostaði miðinn inná svæðið 1000 kr/dk sem er í kringum 12 þús kall ísl.

Jæja við mætum þarna og þetta byrjaði reyndar nokkuð vel, Keane sem var bara nokkuð flott, gott lag og bara vel gert hjá þeim. Nema hvað að eftir Keane þá fékk ég að sjá hvað er í gangi þegar það eru auglýsingar í sjónvarpinu og satt best að segja þá væri ég mikið meira til í að sjá bara auglýsingarnar þarna var einhver spaði að hrauna eitthvað að dönsku yfir lýðinn og peppa liðið upp fyrir næsta atriði. Fólk öskraði þarna eins og það fengi borgað fyrir það alveg sama hvað þessi blessaði gaur sagði eða gerði.

Síðan þegar auglýsingarnar voru búnar þá kemur á svið einhver rapp viðbjóður sem ég veit ekki einusinni hvað heitir og fólk hélt áfram að öskra úr sér lungun þótt að þetta hafi verið svo mikið hörmung það er eins og það hafi ekki skipt neinu máli hvað var í gangi fólk keypti það eins og ég veit ekki hvað.

En í kvöld er ég að fara að smakka Tuborg jólaölið sem er mikið betra en eitthvað MTV – 1000 kr – fake hátíð.

Bless

fimmtudagur, nóvember 02, 2006

Allt að gerast

Hér í Köben er allt að gerast þessa dagana.

November kom sterkur inn með kreisí veðri, snjór og læti. Það er líka nokkuð spes að glápa á veðurfréttir þar sem þær eru úti s.s. fréttamennirnir þurfa að klæða sig eftir veðri og svona.

Í kvöld er svo MTV-hátíðin og það er búið að setja upp huge svið á Ráðhústorgið. Maður verður nú að kíkja á það og skoða hvernig þetta fer allt saman fram ég er mest forvitinn að fá að vita hvað er í gangi þegar það eru auglýsingar í sjónvarpinu, hvað þeir eiginlega gera fyrir okkur hin á meðan þið sitjið heima og glápið á auglýsingar.

Síðan er aðalmálið á morgun þá kemur jólabjórinn út og þá ætla ég sko að mæta og fá mér að smakka juleøl. Þetta er náttla mikið stærra en einhver MTV-hátíð. (allavega finnst mér það)

Síðan á morgun þá er ég líka að fá 2 vikna forritunarverkefni sem gildir 50% af öllu dæminu. Þannig að það er eins gott að standa sig í því. Þetta er verkefni sem þú færð ekki einkun fyrir heldur færðu það bara samþykkt, þannig að ef þú færð það samþykkt þá ertu kominn með 50% í vasan fyrir prófið í janúar.

Ég er líka búinn að kaupa flugmiða heim um jólin. Ég mæti á svæðið 21 des. og fer aftur út 4 jan. Þannig að ég næ að setja upp VKB merkið í Helgafell með vkb mönnum. Þetta var á frekar gráu svæði hvort ég gæti verið áramótin heima en þar sem ég fer í fyrsta verkefnið 5 jan. þá get ég verið heima lengur og tekið áramótin með stæl (stefni á samt að lenda ekki inná spítala eins og síðast)

HEIMSENDIR

jæja þá er það hafið
HEIMSENDIR
Grettir er byrjaður að blogga (hverjum er ekki sama).

En allavega já þetta er staðreynd kæri lesandi góður, þessir stafir eru skrifaðir af mér manninum sem sagðist aldrei ætla að blogga.

Þannig að svona fyrir fjölskyldu og vini þá hef ég ákveðið að hefja skrif hér út á veraldarvefinn um allt og ekkert.

Kveðja frá köben
Grettir